Fréttaskot

Þann 8. ágúst nú seinna á þessu ári mun ég halda til Mexíkó ásamt tveimur af mínum bestu vinkonum, Hönnuh og Katrínu. Í sannleika sagt veit ég ekki alveg hvort ég höndla Mexíkó, ég get varla drukkið mjólk í Noregi án þess að fá menningarsjokk, en við vonum bara það besta.

Á laugardaginn síðasta fór fram árshátíð skinknanna á Óliver, betur þekkt undir nafninu Hawaiian Tropic. Ég fór ekki þangað, en ég skoðaði myndirnar áðan. Lol. (stytting á "laughing out loud" eða "lots of laughter" eins og félagsfræðibókin mín útskýrði það, ég veit bara ekki hvort er réttara.)

Það er verið að reyna að múta mér til að flytja til Egilsstaða, meira um það seinna.

Ég er sveittur námsmaður. Ég er búin að gleyma því hvernig var að eiga mannleg samskipti. Ég lykta eins og "Félagsfræði 2 - kenningar og samfélag" eftir Garðar Gíslason (skammstafað GG, sem þýðir "geggjað" ef þú setur stjörnur í kring um það, svona, *gg*, þetta var ekki í félagsfræðibókinni, ég sá þrettán ára frænku mína skrifa þetta á msn í gær), það er far eftir mig í sófanum og ég er komin með legusár. Ég er orðin gúgú og gaga. Það er erfitt að vera til í kring um próf.

Pissa. Bless.

- Hekla Elísabet, hellisbúi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hoho. Þetta verður svo sannarlega ævintýra sumar hjá okkur báðum. Hef samt áhyggjur af "roðanum" þínum. Mundu að vera ekki í stuttermabol þá færðu roða-tan sem endist næstu þrjú árin. Eða þú ættir að vita þetta best miðað við myndina sem blasir ávallt við mér á vinstri hönd er ég geri mér glaðan dag og kíki á þessa síðu  

Laufey aðall (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:48

2 identicon

Sko, GG þýðir ekki geggjað, þótt þú setjir stjörnur fyrir framan og aftan.

Þetta er eitthvað nýtt gegljudrasl sem pirrar mig sjúklega því GG er búið að vera til mjög lengi og þýðir Good Game.

Hjalti (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband