22.3.2008 | 18:59
bara brjóst.
Ég las grein um dagin sem fjallaði um sænska konu í samtökunum "bara bröst". Kona þessi fór í sund einn góðan veðurdag en varð það á í messunni að fara úr bikinítoppnum í hita augnabliksins, og var handtekin þegar hún neitaði að fara aftur í hann. Nú er mitt helsta baráttumál kannski ekki að fá að spóka mig um berbrjósta á almannafæri, en þessi kona hefur nokkuð til síns máls.
Það er vissulega ósanngjarnt að konur þurfi að hylja brjóstin sín en ekki karlmenn. Ég held ég þekki engan sem finnast kvenmanns brjóst ljót og myndu ekki vilja hafa þau í kring um sig, enda eru fituvefir ekkert svo brjálæðislega tabú. Þess vegna er ég með nýja hugmynd.
Klæðum karlmenn í brjóstahaldara líka! Afhverju mega þeir ganga um með flaksandi loðin brjóst hvar sem þeir vilja? Á meðan heimurinn heldur áfram að fitna fer karlmannsbrjóstum fjölgandi en ekki þurfa þeir að hafa áhyggjur af því að verða handteknir fyrir sjónmengun á almannafæri. Þetta myndi leysa öll heimsins sundlaugarvandamál. Nú getur Pippi Sörensen eða hvað sem hún heitir loksins verið ánægð.
Athugasemdir
Skelfileg tillaga. Við ættum bara öll að vera nakin.
Brynjar Birgisson (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:13
hvernig eigum við þá að þekkja karla og konur í sundur? jaaaá....á röddinni auðvitað.
baun (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:54
Haha. Sammála. Þar sem að ég er nú tíður gestur sundlauganna þá er ég algjörlega sammála því að karlmenn hylji sín hárugu brjóst. Helst setja þá í sundbol þar sem að loðna vömbin þeirra er alls ekkert skárri. En það er nú staðreynd að sumar konur þurfa einhvern stuðning við júllurnar en ég get nú ekki sagt að ég þurfi það þannig að það væri frelsandi að slappa af í heitum potti bara á brjóstunum. En annars þá sit ég hérna við gluggan á hótel herberginu mínu í Boston og stari á rúmlega 120 metra háa glerbygginngu og einhvers konar kastala sem stendur við hlið hans :D Bæ.
Laufey Mjöll (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 03:05
Tjahh... ég vil nú heldur bara fá að vera á brjóstunum. Málið er að þetta ætti að vera val.
Elísabet Kristjánsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:52
Já, já.... Verum bara allar á júllunum og rottunni...
mamma
kristin (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.