19.3.2008 | 04:07
Þetta var einn af þessum dögum..
Ég vaknaði í morgun (klukkan fjögur) við fagurt bank á gluggann minn. Þetta var einskonar inngrip vinkonu sem finnst ég sofa og fast og ákvað að grípa í taumana eftir ótal ósvaraðar símhringingar.
Sólin glampaði á gluggann minn og einnig brosið hennar. Við sóttum fleiri vini, fórum á kaffihús, pöntuðum okkur smárétti og spjölluðum um heima og geima.
Við gengum öll niður Laugarvegin og komum við á matsölustað til að sníkja gamalt brauð. Næst gengum við niður að Reykjavíkurtjörn þar sem við köstuðum varningnum til fugla, og einnig í hvort annað. Það var mikið hlegið og loftið angaði af vori. Ég var reyndar slegin utan undir af gæs, en það er önnur saga.
Þegar sólin fór að setjast fórum við í ísbíltúr um gamla Vesturbæinn, og svo loks heim til mín þar sem við kúrðum uppi í sófa og horfðum öll saman á lesbíuklám.
Ekki?
Athugasemdir
Fullkominn dagur, ef frá er tekið allt nema allra seinasta atriðið.
Brynjar Birgisson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 04:15
Ó REYKJAVÍK! Hversu mikið mig langar að gera þetta?!
Elísabet Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:57
quote Hekla Elísabet;
"horfðum öll saman á lesbíuklám."
Og mér ekki boðið með, ég er í öngum mínum
Óli Marteins (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 01:49
Við horfðum á lebísuklám ekki lesbíuklám
Silja (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.