karfi.

Á laugardaginn skellti ég mér í Árbæjarlaug á milli fimm og sjö.
Ég fór í sundbol.
Ég bar á mig vatnshelda sólarvörn nr. 20, til vonar og vara.
Ég reyndi að halda mig sem mest ofan í lauginni, svo ég væri ekki of nakin fyrir sólinni.
Ég ákvað að vera ekki of lengi, bara svona til öryggis.

Nú er ég með þriðja stigs brunasár á handleggjunum.
Minnir mig á þegar ég nældi mér í þessa glæsilegu bóndabrúnku í Danmörku um árið eftir svona hálftíma í skugganum á ströndinni.
Það er bölvun að vera rauðhærður.

bruni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja hvað getur maður sagt... þetta rauða hár kemur auðvitað úr pabba þíns ætt bara svo það sé á hreinu.  Sundáhuginn líka. Engu að síður er þetta nú frekar ósvífin viðkvæmni.

kristin (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband