17.3.2008 | 06:34
Örþrifastundir kalla á örþrifaráð.
Ég hef ekkert merkilegt að segja svo ég færi ykkur nokkur skemmtileg mæspeis-komment sem ég hef fengið í gegn um tíðina (í ljósi þess að ég er að skoða þau öll.... já öll segi ég!), njótið vel.
"vá.
ég fékk e-mail frá síðu sem ég man ekki eftir að hafa séð áður með tilkynningu um að ég hafi unnið 2 fyrir 1 af VHS í grensásvídeó.
djöfull er ég alltaf ógeðslega heppinn.
GRENSÁS HÉR KEM ÉG!
[hvar er grensás?]"
(höf: Björn Traustason)
_____________________________________________________________________
"French Test
v.s.
Melrose Place
I am gonna go watch melrose <3...
Haha, may the force be with you! "
(höf: Hannah Herrera)
_____________________________________________________________________
"Ehemm...
Góðan dag.
Kannski að þú getir frætt mann um hvað þetta er?
Sent bækling eða eitthvað... "
(höf: Tinna Sturludóttir)
_____________________________________________________________________
"Hæ... Leitt að heyra með gærkvöldið. Mundu bara að það er margt verra en að tapa í Morfís, eins og t.d. að fá einhverskonar "flesh eating virus" eða að vera fangi í Guantanamo-búðunum á Kúbu, eða að kunna ekki að reima skóna sína...
Það væri algjör hryllingur!"
(höf: Gunnar Jónsson)
_____________________________________________________________________
"Já ég er hið víðfræga og margrómaða MySpace skáld."
(höf: Tinna Sturlu, aftur)
_____________________________________________________________________
"Mig dreymdi að þú værir dáin og ég er búin að vera móðursjúk síðan ég vaknaði, líður samt betur núna. Og já, það setti eitthver eitthvað í glasið mitt í gærkvöldi."
(höf: Elísabet Kristjánsdóttir)
_____________________________________________________________________
"You aaare the sexiest person alive, and I present this lfetime acheivement award to yo with pride. I would like to remind you, that I am though sexier than you but don't worry, that's just because i'm in a higher sexiness-category... but it seems as I have used up all of my english vocabulary, so... english 103 here I come agaaaaiiiin...."
(höf: Torfi Geir Símonarson)
_____________________________________________________________________
"Hæ Hekla.
Takk fyrir viðbótina á rýmið þitt og takk fyrir seinast.
Þú leist afskaplega vel út með þessar batman-nærbrækur á höfðinu."
(höf: Sóley Ásgeirsdóttir)
_____________________________________________________________________"Ég vaknaði í morgun, og mér leið hreint ekkert svo vel.... hvert sem ég leit var fólk hrynjandi á hausinn í hálkunni og kuldinn skar sig inn í kinnarnar á mér, eins og hnífur í opið sár!
En þú lagaðir þetta allt þegar þú leyfðir mér að vera vinur þinn.... Takk!"
(höf: Björn Rafn)
_____________________________________________________________________
Athugasemdir
Örþrifastundir er snildarlegt orð!
HT (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.