tilgangur lífsins.

Þegar ég var barn snérist allt mitt líf um nammi.

Hvar get ég orðið mér út um næsta skammt? Hvenær? Hvernig get ég safnað mér pening fyrir meira nammi? Ætli mamma og pabbi gefi mér auka fimmtíukall fyrir laugardagsblandinu? Hvað eru margir dagar í nammidag? Hvar ætli ég geti fundið klink í húsinu fyrir saltpillum? Ef einhver gefur mér nammi, ætti ég að borða það strax eða bíða þangað til það kemur laugardagur? Er súkkulaði falið einhvers staðar í húsinu?

Um leið og ég varð unglingur öðlaðist líf mitt nýjan tilgang. Í dag snýst allt mitt í kring um svefn.

Hvort ætti ég að fara snemma að sofa og vakna á réttum tíma í skólann, eða fara seinna í skólann og sofa aðeins lengur? Kemst ég upp með að sofna í bókina í tíma hjá þessum kennara? Er teppið mitt ekki örugglega í sófanum á ganginum svo ég geti lagt mig í næstu eyðu? Get ég lagt mig núna? Ef ég þvæ mér í framan núna verður þægilegra að sofna, og ég get vaknað með hreina húð. En ef ég geri það ekki, þá get ég farið að sofa strax! Hvort ætti ég að gera eitthvað skemmtilegt og fræðandi um helgina... eða bara sofa?

Ég vona svo sannarlega að líf mitt öðlist aðeins göfugri tilgang bráðlega. En fyrst ætla ég að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að dóttir mín hafi farið í þennan svefnfasa, án þess að sleppa namminu...

HT (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:22

2 identicon

42

baun (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:01

3 identicon

42 hvað ?

kristin (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:06

4 identicon

42 er svarið (um tilgang lífsins og margt fleira) skv.  áreiðanlegum heimildum (The Hitchhikers Guide to the Galaxy)

var bara að reyna að hjálpa. bloggynjan hljómaði svo leitandi

baun (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:16

5 identicon

Ok...slík er dýptin!

kristin (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:34

6 identicon

Soldáninn er kominn heim með töfrateppið? En já...Svefn. Eitthvað sem ég veit ekki lengur hvað er. Nema stundum þegar ég sef þá er ég Special Agent að stökkva úr þyrlum eða með geimverur á hælunum...Það er svefn. Svo man ég ekki Myspace passwordið mitt. Akkúrat núna er ég í vinnunni, er að þykjast vera símsvari. En hey mama. Máské ég bjalli í járnfrúnna í kvöld? En okey bæ.

Laufey Mjöll Helgadóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband