matur er manns megin.

Um daginn kom ég heim eftir sýningu og hlammaði mér beint upp í rúm með tölvuna. Pabbi kom inn í herbergið mitt.

Pabbi: "Ertu búin að borða eitthvað?"
Ég: "Nei."
Pabbi: "Ætlaru ekki að gera það?"
Ég: "Er eitthvað í matinn?"
Pabbi: "Já."
Ég: "Hvað?"
Pabbi: "Afhverju viltu vita það?"
Ég: "Afþví að ef það er eitthvað vont þá ætla ég bara að fá mér kornfleks eða eitthvað.."
Pabbi: "Eitthvað vont? Hvað væri til dæmis vont?"

Ég hugsaði mig um í stutta stund.

Ég: "Grýta."
Pabbi: *vandræðaleg þögn*
Ég: "Vá, eldaðiru í alvörunni grýtu?"
Pabbi: "Jaaaá... hvað er að þér, það er ekkert að því. Fínn matur."

Hehehehehehehe... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður verður nú að borða fleira en vínber og Camembert, þó að það sé auðvitað undirstöðumatur. Og ef þú ætlar í alvöru að halda áfram að sprikla eitthvað er mataræðið svo mikið aðal.

Bið annars að heilsa Grýtukokkinum. 

HT (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:30

2 identicon

Hahaha...

Hvað er grýta?

Eitthvað líkt mítu?

Viktor (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband