12.3.2008 | 02:48
matur er manns megin.
Um daginn kom ég heim eftir sýningu og hlammaði mér beint upp í rúm með tölvuna. Pabbi kom inn í herbergið mitt.
Pabbi: "Ertu búin að borða eitthvað?"
Ég: "Nei."
Pabbi: "Ætlaru ekki að gera það?"
Ég: "Er eitthvað í matinn?"
Pabbi: "Já."
Ég: "Hvað?"
Pabbi: "Afhverju viltu vita það?"
Ég: "Afþví að ef það er eitthvað vont þá ætla ég bara að fá mér kornfleks eða eitthvað.."
Pabbi: "Eitthvað vont? Hvað væri til dæmis vont?"
Ég hugsaði mig um í stutta stund.
Ég: "Grýta."
Pabbi: *vandræðaleg þögn*
Ég: "Vá, eldaðiru í alvörunni grýtu?"
Pabbi: "Jaaaá... hvað er að þér, það er ekkert að því. Fínn matur."
Hehehehehehehe...
Athugasemdir
Maður verður nú að borða fleira en vínber og Camembert, þó að það sé auðvitað undirstöðumatur. Og ef þú ætlar í alvöru að halda áfram að sprikla eitthvað er mataræðið svo mikið aðal.
Bið annars að heilsa Grýtukokkinum.
HT (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:30
Hahaha...
Hvað er grýta?
Eitthvað líkt mítu?
Viktor (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.