8.3.2008 | 15:07
kameljónið hún ég.
Í gær var ég kerling.
Ég fór í ostaboð, borðaði camenbert, vínber og drakk hvítvín. Ég slúðraði villt og galið, sat með krosslagða fætur og hló mínum dillandi kerlingahlátri.
Í dag er ég menningarviti.
Ég ætla í sund og ræða hitamál vikunnar í pottinum. Kannski fer ég á kaffihús og panta mér tvöfaldan expressó, fitja upp á nefið og horfi yfirlætisfull upp í loftið. Ég gæti jafnvel farið á myndlistarsýningu og bent hneyksluð á það sem er ekki nógu gott fyrir minn fágaða smekk. Seinna fer ég líklega heim og les mér bók um uglur, með pípu og jafnvel enn yfirlætisfyllra glott á vör.
Á morgun get ég verið hvað sem er.
Ohh, það er svo gott að geta valið.
Athugasemdir
já... í kvöld tilkynn stolt að ég ákvað að leika fullu kerlinguna.... það var lærdómsríkt. Já maður bregður sér í allra kvikinda líki...
kv.
mamma
ksr@ismennt.is (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.