Gullmolar úr daglegu lífi

Ég var á msn að tala við útlensku vinkonu mína, mig langaði að horfa á einhvern þátt á netinu fyrir svefninn og við ræddum sjónvarpsþætti, en ég var að flýta mér að finna einhvern svo mér datt í hug að spyrja hana hvaða þátt ég gæti horft á sem væri stuttur og fyndinn.

Ég: "What's short and funny?"
Hún: "Now you have me all thinking about midgets"

Þetta fannst mér sniðugt.
Svo um daginn var ég á leiklistaræfingu með nokkrum krökkum. Einn þeirra fann hækju á víðavangi og spurði viðstadda hvaða hækja þetta væri eiginlega. Þá svaraði ein:

"æji, þetta er bara hommahækjan hans Tómasar"

Þetta fannst mér líka sniðugt.
Ekki?
Ojæja. Svona brandarar virka svosem bara fyrir þá sem voru á staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, já þessi "það var ógisslea fyndið einsohún sagðiða" pakki...

Sumir hlutir lifa bara ekki af endursögn.

HT (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:40

2 identicon

Hmm. Ég efast jafnvel um upprunalegt fyndni þessa seinni brandara.

Maggi (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:04

3 identicon

Hvaða mórall er þetta í ykkur. Mér fannst þetta fyndið þótt bloggarinn gerði ekki ráð fyrir því. Kannski vegna þess að ég þekki Tómas (ógisslega vel) og dvergar finnast mér bara alltaf fyndnir þótt skömm sé frá að segja. Hekla er samt sniðugust af öllum sem ganga á þessari jörð þótt hún sé nú enginn dvergur. 

mamma

kristín (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

Ég hló upphátt að báðum bröndurunum... alein hérna á  fróni, skamm.

Elísabet Kristjánsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband