25.2.2008 | 02:38
Ó vei, ó svei.
Þegar æfingaferli er lokið í leikriti og við taka sýningar er ekki nema eðlilegt að maður fái smá sjokk þegar maður áttar sig á því hversu mikinn frítíma maður hefur.
Á morgun er fyrsti dagurinn minn frá því í jólafríinu sem er ekki skipulagður í þaula frá morgni til kvölds. Ég ætla mér hinsvegar ekki að sitja eirðarlaus á rassgatinu og bora í nefið, ég er neflinlega með lista yfir fullt af hlutum sem ég gæti gert, ég á bara gífurlega erfitt með að ákveða mig. Hér eru hugmyndir.
1. Horfa á Vörutorg
2. Spila popppunkt við köttinn (pant vera Herbert Guðmunds!)
3. Skella Þursaflokknum á fóninn og syngja hástöfum með laginu "Sigtryggur vann" á meðan gólfið hristist sem aldrei fyrr
4. Fá mér milky way
5. Njósna um fólk á myspace
6. Klippa táneglurnar
7. Liggja á bakinu og bora í nefið
8. Fara... í... ræktina?
Hjálp. Ég er með valkvíða.
Athugasemdir
Vonandi ekkert samhengi millli 6 og 7.
Annars er fínt að hafa valkvíða, nema hann sé tilefnislaus.
HT (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:10
Vá... ég er ekki hissa að þú sért haldin valkvíða. Frekar óuppbyggjandi kostir sem þú býður sjálfri þér upp á. Hvað með að læra, Skrifa magnaða smásögu, kynna þér samfélagsmálefnin sem eru efst á baugi, taka til í herberginu, mótmæla á táknrænan hátt orkurstarfsemi bankanna, stofna hljómsveit, leggja drög að barneignum og finna þér eiginmann, mála málverk og ganga í skrokk á Gunnari Birgissyni? Hugsaðu þinn gang góða mín. Greinilegt að við búum ekki lengur saman. Þig vantar móður til að skipuleggja dagana fyrir þig.
Ég mæli stranglega með að þú veljir þér viðfangsefni af þessum göfuga lista.
mamma
ksr@ismennt.is (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:31
mér finnst þú ættir að fara á valnámskeið.
baun (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:32
Hahaha... mér þykir þú fyndin, kæra vina.
Styð tillögu 2!
Viktor Orri (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:24
Ji!
Ég var ekki búinn að skoða athugasemdina hennar Tínu þegar ég athugasemdaði haha... sjaldan fellur eikin langt frá eplinu.
Hennar uppástungur voru stórfyndnar einnig...
Viktor Orri (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.