Stans, í nafni ástarinnar.

Mikið ofboðslega er leiðinlegt að blogga þegar maður fær engin komment.

Ég veit fyrir víst að það eru 27 manns búnir að líta við hérna á þessum sólarhring og ekki einn einasti gert athugasemd við neitt sem ég hef skrifað.

Kannski væri ég búin að skrifa eitthvað af viti ef ég fengi einhver viðbrögð, hvatningu eða spark í rassinn. Annars líður mér bara eins og ég sé að skrifa veggnum eða eitthvað.

Sjálf er ég mjög dugleg að kommenta á blogg.

Skammist ykkar. Hnuss.

- Hekla Elísabet, í sárum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hekla.        

 (ELDFJALLIÐ HEKLA GAUS ÞEGAR ÉG FÆDDIST).

Ég ætla samkvæmt beiðni þinni að kommenta hjá þér.Og um leið ávinn ég mér það að þurfa ekki að skammast mín fyrir það.(nægar eru skammirnar sem ég fæ  þó ég bæti þér ekki við).Svo þetta að stoppa í nafni ástarinnar(þú ættir nú kommentsins vegna að skýra það aðeins fyrir mér.)Og svo að öllu gamni slepptu, þá er ekki aðalatriðið að fá komment yfir öllu sem maður skrifar. Ég get lofað þér einu og það er     NÆG FÆRÐU KOMMENNTIN    þegar þú skrifar málefnalega hnitmiðað.og jafnvel getur lagt fyrir þig LÉTTANN STÍL.

 GÓÐIR HLUTIR GERAST HÆGT!

VERTU SVO DUGLEG AÐ LÆRA.ÞAÐ ER GRUNNUR ÞINN AРGÓÐRI  ÆVI.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 04:52

2 identicon

Hæbb!

Mér finnst þú skemmtileg. Bið að heilsa pabba þínum. Þú á tt nú eftir að sjá eftir þesari hvatningu þegar allir heimsins kverúlantar flykkjast hingað og kommenta.

HT (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 07:02

3 identicon

Fyrirgefðu en ég fer inn á síðuna þína á hverjum degi. Ég var bara alin upp á þann hátt að þú mættir ekki vita að ég læsi bloggin þín hérna fyrir nokkrum árum og sennilega er kommentaleysið afleiðing af slæmu blogguppeldi þínu.

En mér finnst þú ein af bestu bloggurum landsins Hekla mín. Sennilega m.a. er það vegna þess að þú ert dóttir mín þ.e.a.s. þú bloggar svo flott vegna þess að þú ert dóttir mín (kjaftagenin). Ekki að mér finnist bloggin skemmtileg vegna þess að þú ert dóttir mín. (móðuraðdáun) Ó nei.

En.... haltu áfram, ekki gefast upp elsku dóttir.

kv.

þín elskandi mamma

kristin (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:53

4 identicon

framhaldskomment (af kommenti sem var algerlega dissað af eiganda þessarar síðu)

 4. hafðu tannburstann um hálsinn í fallegu bandi

(og mér finnst þú dúndurskemmtilegur bloggari)

p.s. ég er ekki loðinn skítakall á fimmtugsaldri að reyna að ná sambandi við ungar konur. spurðu bara mömmu þína. 

baun (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hlíði alltaf skipunum frá fólki eins og þér! Ég hef lesið bloggið þitt án þess að gefa komment á það! Ástæðan? Jú, ég er bara kall á fimmtgssaldri, giftur og á 6 dætur. Þú ert 18 ára og mér fannst bara það nærri dónaskapur að "kommenttera". En nú sé ég að bloggar undir eftirliti móður þinnar og það líst mér vel á. Bara svo þú vitir það er ég búin að vera "blogg-etirlitsmaður" dætra minna í mörg ár og stundum án þess að þau hafi vitað af því skiluru. 'E treysti ekki bloggurum alveg. Er kannski vinnuskaðaður. Er nefnilega búin að vinna í fangelsum í Svíþjóð í 20 ár og hef séð "Blogg-fanga" ógeð sem sem hafa villt á sér heimildir. En blessuð  haltu áfram að blogga og láttu allaf mömmu þína vita þegar þú stofnar nýtt blogg. Ég tek undir það sem þessi kall segir sem kallar sig baun. En síðan ein kvörtun! Hverju heldur þú að ég fái að ráða á mínu heimili? ENGU!! Ég bý við kvennayfirgang í meira lagi. En ég blogga alltaf undir nafni með mynd. Mér finnst það ætti að vera skilyrði allstaðar í öryggisskyni. Sorry, en þú sérð að margir bloggara blogga og blogga án þess að leyfa komment. Mér finnst það líka eins að tala við sjálfan sig sem maður ætti að gera bara í hófi. þó hefurðu það

Óskar Arnórsson, 23.2.2008 kl. 13:19

6 identicon

Hæ skvís :) Ég kem nú reglulega hingað inn og ég elska að lesa það sem þú skrifar :)

Ást

Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 13:40

7 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir þetta, ég var einmitt að vonast eftir svona viðbrögðum!

Þórarinn Þ.: Ég var mjög hugmyndalaus og vissi ekki alveg hvernig ég ætti að finna viðeigandi nafn á þetta blogg svo það væri samt ekki leiðinlegt, ég var að hlusta á lagið "Stop in the name of love" þannig það varð bara fyrir valinu.

Hjálmar: Kveðju þinni hefur verið skilað.

Mamma: ást.

Baun: Hvílík endemis vitleysa, komment þitt var sko ekki dissað. Ég stóð lengi fyrir framan tannburstakrúsina hugsi á svip, skellti svo svartri teygju utan um tannburstann minn. Gott ráð, þó þriðja ráðið hefði alveg verið skemmtileg lausn en kannski dýrari.

Annars finnst mér alltaf gaman þegar fólk les bloggið mitt, sérstaklega þegar ég þekki það ekki neitt, þannig hafið það, mér finnst þið ekkert krípí.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:55

8 identicon

Þú ert BESTI Bloggari landsins!!! Byrja alltaf daginn hér inni á þessari slóð....

...það lífgar upp daginn ef nýtt blogg er komið (ef svo reynist ekki þá verður dagur súr).

Your Stalker (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:02

9 identicon

Sæl Hekla.

Ég hafði þá grunað rétt að þú hefðir lagið "stop in the name of love með tríoinu      The Supremes í huga.Gott hjá þér. Og svo að ég bæti við í gamni og alvöru þá gæti ég nú verið Afi þinn .En ég gat ekki staðist áskorun þína og hafði ekki tekið eftir þér fyrr. "Maður á aldrei að ganga framhjá einmana sál."

Gangi þér vel í framtíðinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:54

10 identicon

Ha, ha... Þessi var fyndinn. Einmana sál.

ksr@ismennt.is (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 01:39

11 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

Hekla mín, alltaf les ég bloggin þín og eru þau ætíð skemmtileg lesning... það kemur bara fyrir að ég er ekki í stuði til þess að kommenta hnittið komment.

Elísabet Kristjánsdóttir, 24.2.2008 kl. 16:40

12 identicon

Afsakið. Þér bloggið sem engill.

Viktor Orri (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband