tannburstaklípa.

Þannig er nú mál með vexti að ég og pabbi búum tvö saman hérna í Kópavoginum, ef kettir eru ekki taldir með, sem þýðir sumsé að á heimilinu ættu bara að vera tveir tannburstar, en sú er ekki raunin. Í tannburstakrúsinni eru hátt upp í sex tannburstar, og stundum man ég bara alls ekki hver er minn. Þar sem ég er laus við alla óskynsamlega sýklahræðslu hef ég stundum brugðið á það ráð að grípa bara í þann tannbursta sem hendi er næst þegar ég er nýskriðin upp úr baðinu á kvöldin, með rúsínukennda húð og hár sem er eins og þang viðkomu.

Í gær varð ég hinsvegar fyrir því óhappi að nota tannburstann hans pabba, og hann var ekki par hrifinn af því uppátæki. Því datt honum í hug að kaupa handa mér nýjan tannbursta, og ég bað sérstaklega um að fá þennan með tunguburstanum eins og ég hafði stolið af pabba sjálf, fannst hann neflinlega svo rosalega næs. Ég fékk það sem ég bað um, en vandamálið er sko að nú eru þessir tveir tannburstar alveg eins og ég veit ekkert hvernig ég á að þekkja þá í sundur, samt verða þeir báðir að vera í tannburstakrúsinni. Mér datt helst í hug að kannski skella límbandi utan um einn þeirra, en það væri ljótt og ég er viss um að pabbi myndi aldrei samþykkja það, og ef út í það er farið þá myndi ég ekki vilja hafa límband utan um tannburstann minn heldur...

ohh, það er svo erfitt að vera ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við öllum vandamálum er lausn.

1. settu kúl teygju (eða kúluteygju) utan um þinn tannbursta

2. hentu öllum tannburstunum (gestatannburstunum líka) og kauptu tvo nýja, sinn í hvorum lit

3. láttu pabba þinn innrétta sér baðherbergi fyrir þig

baun (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband