13.2.2008 | 02:41
!"#$%&/(@
Ég er búin að fá mig fullsadda af þessu fjandans rugli.
Ég læt mig hafa það að landinu sé spillt með virkjunum og að hverskonar sjónmengunum sem græða má á sé stillt upp víða um landið.
Ég þegi þegar einum af mínum uppáhalds skemmtistöðum er lokað og rifinn niður.
Ég sit heima á meðan stjórnmálaflokkarnir svívirða lýðræðið á hundrað daga fresti.
En á nú að rífa NASA til að geta byggt glæsihótel fyrir túrista? Vegna þess að "Ingólfstorg er bara ekki að virka"? Þetta finnst mér nú bara vera fyrir neðan allar hellur.
Hvað í andskotanum er að verða um þessa djöflaeyju?
Athugasemdir
Já, farðu og gerðu eitthvað. Gangtu í stjórnmálaflokk og láttu til þín taka. Þetta gengur ekki lengur. Berðu í borðið og öskraðu eins og þú öskraðir stundum á mig þegar þú varst lítil. Ég er viss um að þeir hætta strax við og biðjast afsökunar. Það gerði ég oftast.
kv.
Mamma
Kristín (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.