Fjör í fjölbraut.

Eftir langvinn veikindi sem hafa svipt mig allri skólagöngu (og fjórum leiklistaræfingum) í tæpa viku er föstudagurinn formlega genginn í garð, ég er orðin heil heilsu og nú ætlar "kjeeeeddlingin" sko aldeilis að láta að sér kveða.

Morgundagurinn eða.. jú, dagurinn í dag er uppfullur af skemmtilegum ævintýrum, því í dag (þó ég sé tæknilega ekki farin að sofa eða þúveist.. jájá, þið skiljið) ætla ég að rölta niður á nýbýlaveginn og láta gera eitthvað fallegt við hárið á mér, svo ætla ég í bæinn að kaupa eitthvað fallegt á skrokkinn á mér. Þvínæst mun ég taka að mér það hlutverk í fyrsta skipti að vera aðstoðarþjálfari á Dale Carnegie námskeiði, sem er bara svolítið spennandi.

Þegar því er lokið ætla ég að fara í afmæli til ömmu minnar og nöfnu, Elísabetar. Þar mun ég fara með ræðu sem ég er ekki búin að semja, en það reddast. Loks þegar það er búið held ég út á lífið með glæsilegum vinkonum mínum og mæti (vonandi ekki, en samt kannski) blýþunn í vinnuna á laugardaginn.

Lífið er gott. Endum þetta á ljóði eftir þjóðarskáldið Hjálmar, sem kýs þó að ganga undir nafninu "Stjúpbauni" af einhverjum ástæðum. Úps, þarna svipti ég hulunni af leyndardómnum. Jæja, svona hlutir gerast, njótið vel.

Þrír litlir borgarstjórar
voru að máta stóla
Villi plataði einn þeirra
veslinginn hann Óla

Tveir litlir frammarar
féllu út af þingi
Einn stakk hinn í bakið
og þannig dó hann Bingi.

Einn lítill kjósandi
skildi ekki í neinu
allir sem hann kjósti
fóru bara í kleinu.

Og svo eitt í viðbót fyrir ljóðþyrstu gestina í ódýru sætunum þarna aftast, en það er eftir sjálfan Jónas Hallgrímsson, nýbakað úr gröfinni.

Elsku besta Bíónsí
með botn þinn öðrum fegri;
skyldi ég séns þig eiga í
- ef ég væri negri?

 

- Hekla Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snúlla dúlla. Frábær ræða hjá þér í ömmuafmæli. Ég er svo ánægð með þig. Nú er bara að ná heilsunni í lag.

mamma

kristín (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband