21.1.2008 | 02:08
Hekla Elísabet veit ekki hvað skal segja.
Lagið í Remax auglýsingunni er svo gott að mig langar að hlaupa út og faðma fasteignir.
Ég þoli ekki hárið mitt, það er gjörsamlega óviðráðanlegt, það er enginn litur, permanett, hárvara, spöng, teygja eða rafmagnstæki í heiminum sem getur látið mig hætta að pirrast út í það.
Fataskápurinn minn er fullur af engu.
Ég hlakka til árshátíðarinnar og frumsýningarinnar á "birdcage", það verður þrusugott leikrit.
Ég er afskaplega tómur bloggari.
Á miðvikudaginn fékk ég kort í ræktina. Á fimmtudaginn hrundi ég niður tröppur á nasa og uppskar tognun, sjö fermetra marblett á hægri rasskinnina og hjartalaga brunasár á hnéð.
Buuuuuuuuuumba.
Æji... djöfull er ég samt eitthvað pirruð.
Athugasemdir
Geeeeeeymsluuuuuurr, geyyymsluuuuurr. Þú veist hvað ég meina ;) Hahahahahaha.
Laufey (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:38
þig langar líka að faðma geymslur gleymdi ég að nefna.
Laufey (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.