Hekla Elísabet strengir heit í tilefni nýs árs.

Ég ætla að verða tillitssamari.

Ég ætla að verða ljúfari.

Ég ætla að sýna fólki vinalegra viðmót.

Ég ætla að skipuleggja mig vel.

Ég ætla ekki að vera jafn kaldhæðin í daglegu lífi og hugsun.

Ég ætla að koma betur fram við vini mína og fólk almennt.

Ég ætla að vera dugleg.

Ég ætla að styrkja samband mitt við foreldra mína.

Ég ætla að verða hjálplegri á heimilinu.

Ég ætla að hugsa betur um herbergið mitt.

Ég ætla að borða hollari mat og hreyfa mig meira.

Ég ætla ekki að fresta öllu.

Ég ætla að takast á við vandamál í stað þess að hrúga þeim upp og hafa stöðugar áhyggjur.

Ég ætla að gerast aðgengilegri.

Ég ætla að brosa meira.

Ég ætla að hafa hemil á mér þegar áfengi er við hönd.

Ég ætla ekki að vera jafn frek og sjálfselsk.

Ég ætla að hlusta á fjölbreyttari tónlist og sjá fleiri myndir.

Ég ætla að verða mýkri manneskja.

Ég ætla að biðjast afsökunar á því sem ég geri vitlaust.

Ég ætla að viðurkenna mistök mín.

Ég ætla að upplifa nýja hluti.

Ég ætla að hætta að vera bitur.

Ég ætla að skemmta mér betur en nokkru sinni fyrr.

Ég ætla aðeins að breytast til hins betra.

Ég ætla að gefa öðrum séns.

Ég ætla að gera skyldur mínar.

Ég ætla ekki að efast um allt.

Ég ætla að brjóta eigin skel.

Ég ætla að elska sjálfa mig og aðra.

Ég ætla að hætta þessu væli.

Ég ætla að styrkja sjálftraust mitt.

Ég ætla að skrifa í dagbók eins oft og ég get.

Ég ætla að lesa þetta í hvert skipti sem mér finnst ég vera að svíkja sjálfa mig.

Ég ætla að standa við loforð mín.

Örsjaldan hefur mig langað til að vera einhver önnur en ég er, en það var áður en ég áttaði mig á því að það besta sem ég get orðið er betri útgáfa af sjálfri mér.

- Hekla Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

Ef þú breytist svona mikið... þá ertu ekki sama gamla Heklan sem ég elska.

Hilsen fra Danmark! 

Elísabet Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 11:23

2 identicon

Vá.... síðasta setningin er eins og eftir einhvern framúrskarandi heimsþekktan speking eins og Edgar Allan Poe!

Vá hvað ég er stolt af þér og mér líst vel á nýjársheitin. Það er öllum hollt að stefna ávallt að því að verða betri manneskjur hversu frábærar sem þær eru.

Elsku Hekla Elísabet.... frá elsku mömmu.

Kristín Reynisdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband