Aðfangadags-ávarp.

Góðan dag, kæru landsmenn, og gleðileg jól.

Jól er vissulega hátíð ljóss og friðar, en umfram allt er hún árstíð brjálæðislegra góðra máltíða og sykurvímu, eins og við vitum öll.

Því langar mig að hafa þetta ávarp stutt og fróðlegt, en það inniheldur boðskap sem við þurfum öll á að halda.

Krakkar...

Það er ekki til neitt sem heitir hamborgarahryggur. HamborgaRAhryggur? Kíkið nú í ísskápinn þar sem hann dvelur eflaust í plastumbúðum, og lesið utan á þær. Þar geta glöggir menn séð að þar stendur HAMBORGARHRYGGUR, eins og í Hamborg, borginni Hamborg, þúveist, hvað gerðiru við peningana sem frúin í HAMBORG gaf þér? Ég keypti mér HAMBORGARHRYGG, hann var bleikur.

Þess má einnig til gamans geta fyrir þá sem trúa mér ekki að hamborgARI er gerður úr nautakjöti, oftast, þess vegna er engin tenging þar á milli. Nú er þetta komið á hreint, þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla, gleðilegs áts, og gleðilegra gjafa.

- Hekla Elísabet, frúin í Hamborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Góð og þörf færsla.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 17:15

2 identicon

Gleðileg Jól fallegust;*

Leynivinur (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband