Hekla Elísabet hefur óbeit á jólafríi.

Ég tók þá ákvörðun snemma í þessum mánuði að þessi jól skyldu verða jól jólanna fyrir mig. Ég skildi sko ekki þræla mér út allan desember til þess eins að eignast smá vasapening og sofna ofan í hrúgu af grænum baunum á aðfangadag. Ónei. Ég ætlaði um leið og prófin væru búin að byrja að njóta jólanna eins og ég gerði sem barn. Versla jólagjafir í rólegheitunum, pakka þeim inn og hlusta á jólalög, baka piparkökur, taka til, skreyta húsið og "be merry" eins og kanarnir vilja orða það. Engin vinna og stress, bara kósíheit par ekselans.

En nei.

MÉR DREPLEIÐIST!

ÉG ÞRÁI VINNU! MANNMERGÐ! DÓNALEGA KÚNNA SEM ÖSKRA Á MIG! ÉG VIL SITJA VIÐ KASSA ÞAR TIL EINU ORÐIN SEM EFTIR ERU Í ORÐAFORÐA MÍNUM ERU: "VILTU POKA?" OG "NÆSTI GJÖRÐU SVO VEL"!

Og það er það sem ég ætla að gera! Ég grátbað mömmu um að fá að leysa hana af í nokkra tíma í dag, nú fær hún að lúlla smá og ég fæ að þrífast á eldsneytinu sem jólageðveikin er.

Bless, ég er farin í vinnuna.

..... :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh, það er brjálað að gera í búðinni! Búinn að vinna yfir tólf tíma í tíu daga. Eeeelska desember.

Maggi (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband