13.12.2007 | 04:32
Sögupróf.
"Aðeins fjórir árgangar komu út af Ármanni á Alþingi því að Baldvin Einarsson lést rétt rúmlega þrítugur af brunasárum (árið 1833) sem hann hlaut þegar eldur kviknaði í sænginni hans."
...Ég veit ekki sko, mér finnst allavega eitthvað ógeðslega fyndið við þetta.
- Hekla Elísabet
Athugasemdir
Hann var pottþétt með kerti í sænginni, svona svo ég eyðileggi þetta fyrir þér.
Hvaða sögubók ertu með? NB1?
Maggi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:09
Gaman að heyra að þú sért á lífi dóttir góð... og gaman að þú skulir hafa svona fínan húmor fyrir óförum annarra á sautjándu öld.
Kv.
mamma
kristín Reynisdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:12
Þetta er allt í lagi, ég hló líka. Hvernig fór maðurinn að þessu? Ég er með nokkrar tilgátur en engin þeirra hæfa opinberum vettvangi.
Arndís (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:08
Já sko, það sem mér finnst fyndið er það að það kviknaði ekki í húsinu hans, herbergi eða neinu.... bara sænginni! Hvernig er það hægt?!
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 13.12.2007 kl. 23:52
og til Magga, ég er ekki viss, hún er svört með mynd af Albert Einstein, Marilyn Monroe og fleirum, til að blekkja mann.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 13.12.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.