játningar járnfrúarinnar.

Það sést ekki í gólfið í herberginu mínu fyrir fötum og drasli.

Ég er að falla í spænsku.

Ég hef tvisvar dottið niður stigann á kaffibarnum, afleiðingarnar eru ör á hnénu og kúla á ökklanum sem ætlar aldrei að hverfa.

Ég er grænmetisæta, ekki vegna samkenndar minnar með dýrum heldur vegna þess að ég hef fyrirgert rétti mínum til að melta kjöt.

Ég leik ógeðslega lítið hlutverk í skólaleikritinu.

Ég er í ræðuliði, en ég gæti samt ekki flutt fyrirlestur fyrir framan 20 manns til að bjarga lífi mínu.

Ég er með glær augnhár.

Ég les blöð á klósettinu, ef kötturinn er ekki búinn að naga þau í sundur.

Ég get ekki átt kærasta.

Ég vaki nánast alltaf frameftir.

Ég elska foreldra mína miklu meira en þau vita.

Ég geri ekki alltaf það besta sem ég get.

Ég er ekki með bílpróf.

Ég vil fá viðurkenningu fyrir það sem ég geri.

Sama hversu mikið kaffi ég drekk, finnst mér það alltaf jafn ógeðslega vont.

Mig langar að búa ein.

Ég skoðaði nýlega myndir af einhverju balli með þemanu "ljótir kjólar". Mér fannst allir kjólarnir ógeðslega flottir.

Ég þoli ekki glæpaþætti.

Nördar heilla mig meira en vöðvatröll.

Partur af því að vilja fá viðurkenningu fyrir það sem ég geri er að fá athugasemdir við bloggin mín.

Ég á virkilega erfitt með að læra stærðfræði.

Ég eyði peningum allt of hratt.

Ég á erfitt með að horfa í augun á fólki sem ég þekki lítið þegar ég tala við það.

Ég hef mjög gaman af flestum raunveruleikaþáttum.

Ég hlusta eiginlega alltaf á sömu tónlistina, og hleypi sjaldan nýrri að.

Ég njósna um fólk á mæspeis.

Ég er mjög matvönd.

Ég þoli illa að sjá mína galla í fari annarra.

Ég brenn í sól þó ég noti sólarvörn nr. 50.

Ekki segja "Sææææll, eigum við að ræða þetta eitthvað? Nei, hélt ekki!" við mig. Ég verð virkilega pirruð.

Mér finnst popp úr potti betra en popp úr örbylgju.

Ég mun aldrei skilja fólk með bíladellu.

Mér líkar illa að vera dæmd fyrirfram.

Ég er slúðurkerling.

Ég verð leið þegar einhver segir að ég líti vel út í dag, vegna þess að þá finnst mér eins og viðkomandi sé að segja að ég líti illa út venjulega.

Náttúrulega hárið mitt er rennislétt. Ég er með permanett.

Ég vildi óska þess að ég þyrfti að nota gleraugu.

Ég hef aldrei farið í ljós.

Ég þarf að fara að sofa.

- Hekla Elísabet, aðeins eitt korn í sandkassanum.

P.s. Mamma, þú mátt ekki kommenta á þetta blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha. Skemmtilegt að segja frá því en ég vissi næstum allt þetta fyrir :D Mhmmm... OG rúsínan í pylsuendanum var þegar móður þinni var bannað að kommenta þetta blogg. Ég hló dátt. Ég hló svo mikið að kalið í tánni afþýddist á sekúndubroti. En anyhow þá er ég flutt í Garðabæ CITY :D JEAH. Partý 18. des plús jólaball MH. (mamma var að koma inn í þessum töluðu/skirfuðu orðum og sagði: Sweet home Alabama, I´m home! Hvor á klikkaðri mömmu Hekla?).

Laufey Mjöll Helgadóttir (séra Lövley) (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:27

2 identicon

Ó hvað við erum lík.
Annars vissi ég ekki að þú værir með permett, hélt að þú værir svona krullhærð.
Ég hata þegar ég blogga og fæ engin komment á það.
Akkúrat núna er ég að reyna að koma niður öðrum bolla af kaffi á allri minni lífsleið, og þetta er jafnframt annar bollinn minn í dag. Þarf að læra mikið. Er líka með Trópí við hliðiná mér til að þamba þegar ég er búinn með sopa af kaffi.

Maggi (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 18:08

3 identicon

Ég læt ekki segja mér fyrir verkum. 

Hekla .... allt sem þú skrifar, má bæta úr. Auka má ást til foreldra þína og tilkynna völxtinn með reglulegu millibili,l þú getur enn tekið bílpróf, og tekið til í herberginu o.s.frv. 

 Laufey.... spurningin er hver á klikaðri dóttur ég eða mamma þín. Gleður mig að tilkynna það að bvð erum alheilbrigðar báðar tvær.

Maggi... vandamálið með kaffidrykkjuna þína er væntalega það að, of stutt er liðið síðan þú varst lítill. Prófaðu að setja brjóstamjólk í kaffið þitt.

Bestu kveðjur,

Mamma

Kristín Reynisdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:21

4 identicon

Þú mátt gjarnan taka út mál, prent-og stafavillur ef þú hefur völd til þess. Þær eru of margar fyrir minn smekk. mér var frekar kalt á puttunum og trúlega frosin á heila þegar ég skrifað það sem ég skrifaði. Já góða mín. Það er ekki tekið út með sældinni að búa ein.

Mamma

kristín (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 00:38

5 identicon

Fékk alveg nostalgíukast að lesa um fótinn á Laufey.

Til hamingju með nýja nafnið Hekla Elísabet.

Finnst það fallegt.

Bestu kveðjur frá Köben

HT

P.s. Mamma þín hefur rétt fyrir sér!

HT (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 19:42

6 identicon

hahahahaha brjóstamjólk í kaffi

vá hvað ég ætla að prufa það :)

p.s. ég þarf líka að nota spf 50 og samt brenn ég.

ég gef þér spf60 í sumargjöf næst elskan :) 

Tóta (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 19:56

7 identicon

ég sakna þín þegar þú skrifar svona .. :(

btw mer finnst kaffi ógeðslega gott && eg skal gefa þer cappuccino úr nýju flottu kaffivélinni minni við tækifæri!

þrúður (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:22

8 identicon

Hekla Elísabet!!

Þú ert frábær :) Ég er alveg eins og þú með kommentin..ég held að ég sé haldin hrós-sýki..það má allavega ekki hrósa mér alloft og svo hætta því hehe!

KNÚS

Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 02:46

9 identicon

Hahaha þetta var nú aldeilis ánægjulegt blogg Hekla mín og vá hvað ég gæti ekki verið meira sammála þér með þetta Já Sæll eigum við að ræða það eða?
Ég verð dáldið pirruð á því....

Mamma mín og Pabbi eru alltaf að segja þetta og koma með tilvitnanir úr þættinum....i have to live with it...Fyndinn þáttur .....eeeeen:P

Tek þig með næst þegar þú kemur+

kveðja

Palli

Rakel (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:01

10 identicon

Æj elsku gullið mitt. Voðalega er gaman að sjá að þú veist hver þú ert og ert ekki hrædd við að viðurkenna það. Sum okkar ganga nefnilega alltaf með grímu og stundum veit maður ekki hver maður er í raun og veru lengur. Vertu stolt, sjálfstæð, frábær og umfram allt þú sjálf.

Arndís (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband