Vinkonur mínar.

Mig langar að segja ykkur, mínum kæru lesendum aðeins frá bestu vinkonum mínum. Þær eru án efa bestar í heimi, og hafa allar sína eiginleika sem einkenna þær og gera þær að frábærum kjarnakonum.

Laufey Mjöll Helgadóttir

subj5248-0029.jpg

Laufey Mjöll er ótrúleg stelpa. Eldmóður hennar er engu líkur sem gerir það að verkum að hún stendur sig vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er að læra Félagsfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en hún býr einmitt í skuggalega góðu göngufæri við skólann. Þó er hún að fara að flytja í Garðabæ fljótlega svo kannski ég fái jafnvel að sjá meira af henni! Hún stundar ræktina í world class eins og hún á lífið að leysa og svo er hún meira að segja í björgunarsveitinni! Og það er ekki nóg, því hún starfar við að keyra út lostæti frá Nings, ásamt fyrirsætustörfum. Þrátt fyrir allt þetta hefur hún alltaf tíma fyrir vini sína, og er lang duglegust af öllum mínum vinum í að draga mig upp úr leti og fara með mér í sund eða eitthvað. Ég hata sund, en ég fer samt með henni.... stundum. Hún er í hnotskurn: Kraftmikil, dugleg, fyndin, skemmtileg, samviskusöm, aðdáunarverð og góður vinur vina sinna. Ég er stolt af henni Laufey minni og hún er ein af mínum bestu vinkonum. Gaman er að segja frá því að við kynntumst á einu af mínum fyrstu fylleríum, þar sem ég vaknaði heima hjá Betu í rúminu hennar með hálf nakinn kvenmann við hliðina á mér. Ég var skelfd í fyrstu, en það var ekkert vafasamt í gangi. Laufey var bara búin að vera með mér og Betu allt kvöldið til að passa upp á okkur vitleysingana.

Elísabet Kristjánsdóttir

Þessi Elísabet er alveg mögnuð. Við vorum saman um skeið í Kópavogsskóla en okkur var aldrei neitt sérstaklega vel við hvor aðra, alveg þar til að Kókó kisan mín eignaðist kettlinga. Beta sem elskar kettlinga greip þá tækifærið og vingaðist við mig í þeim tilgangi að fá að leika við kettlingana en svo komumst við fljótlega að því að við áttum nokkuð vel saman. Við urðum samlokur upp frá því, fórum í MS saman, klúðruðum MS saman, unnum í Söstrene Grene, og nú á Hrafnistu í Reykjavík, en þar vinnur hún fulla vinnu. Hún Elísabet er sjúklega fyndin, uppátækjasöm, skrautleg, vel klædd, full (ekki alltaf, en stundum), og hún kemur sífellt á óvart. Við höfum djammað, rúntað, hlegið, þroskast og gert heimskulega hluti saman og erum vinkonur í gegn um súrt og sætt. Hún er skilst mér í sambandi núna með Ara nokkrum sem er búinn að vera kærastinn hennar meira og minna í eitt og hálft ár. Eftir áramót ætlar hún að flytja til Danmerkur, og ég veit ekki hvernig ég mun fara að án hennar. En hún er frábær.

Katrín Björg Sighvatsdóttir

Þið hafið ekki kynnst neinu fyrr en þið kynnist Katrínu. Hún er algjörlega ein sinnar tegundar, svo mikið er víst. Þessari ljóshærðu þokkadís kynntist ég þegar ég byrjaði í FG en hún tók mig undir sinn væng, þó hún vilji minna að það hafi verið öfugt. Hún er virkilega ofvirk og hávær, á góðan hátt, því þú getur bókað það að það er enginn eins hress og Katrín Björg. Það er geðveiki að djamma með henni og unun að slæpast með henni. Hún er á náttúrufræðibraut að læra um amömbur og svona hluti sem ég hef engan áhuga á. Hún æfir ballett og vinnur á Hrafnistu á Vífilsstöðum. Þess má til gamans geta að hún er með átta göt í eyrunum. Katrín er bjartsýn, jákvæð, hláturmild, einlæg, rokkari, sætabrauð og ótrúlega skemmtileg stelpa sem kúkar gullkornum í massavís! Hún er frábær.

Hannah Herrera

Það má segja að Hannah sé ótæmandi viskubrunnur og lumi á upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Hún er í einu orði sagt, alveg frábær. Ég kynntist henni þegar ég byrjaði í FG, en við vorum saman í frönskutímum hjá hinum sataníska Chinotti. Síðan þá höfum við verið góðar vinkonur. Nú er hún að vinna í Blómaval í Smáralind og er í fjarnámi í FG. Við verslum, fundum, tölum og kaffihúsumst þegar við erum saman, og ég er heppin að eiga mér Hönnuh. Hún er góð, vitur, öðruvísi, áhugaverð, róleg og elskuleg, og hún er sannur vinur vina sinna. Hún á kærasta sem heitir Úlfur Reginn og eru þau fallegasta par sem ég hef nokkurntíman séð.

Sara Jóhanna Jónsdóttir

Söru Jóhönnu kynntist ég í FG fyrir ári síðan, eftir að hún var búin að vera að skutla mér heim í tvo mánuði. Sara er dama á heimsmælikvarða og kallar ekki allt ömmu sína. Hún er manneskja sem myndi gera allt fyrir vini sína, sama hversu fáránlegt það er. Hún er djammari af lífi og sál en samt sem áður oftast í góðu jafnvægi. Hún vinnur hjá MasterCard og er í fjarnámi í FG nú í dag. Hún á kærasta sem heitir Kristján og býr hjá henni, hann flutti heim frá Namibíu, sem segir allt um það hversu sterkt aðdráttarafl hún Sara mín hefur. Hún er klár, krúttlega óskipulögð, ástrík og virkilega góðhjörtuð.

Jæja, þetta var ágætis samantekt. Þessar stúlkur hjálpa mér að þrauka í daglegu amstri, og gera lífið þess virði að lifa því. Án þeirra væri ég lítið annað en rauðhærð stúlka sem ætti bara strákavini! Mér þykir gasalega vænt um ykkur allar.

Mikil ást,

- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir.










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ! Hey! Uppáhalds sessunautar, vinir og félagar með óbilandi áhuga á að þú notir maskara :D Hvernig væri að skrifa grein um.... daddaraaaaa MIG :D

Torfi Geir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband