Hermikrákur!

Hafiði tekið eftir því hvað við íslendingar erum ófrumlegir?

Næstumþví allt sem við eigum í þjóðfélaginu er stolið, lánað eða hrein og bein eftiröpun.

Sjónvarpsþættir, karakterar, lög, tónlistarmenn, menning og ég veit ekki hvað og hvað. Tökum þetta aðeins fyrir hérna.

Sjónvarpsþættirnir eru eiginlega það versta. Logi Bergmann þykist nú vera Jay Leno, Jói Fel er Jamie Oliver, (ítalíuævintýri með Jóa Fel? Giv mí a breik), Stelpurnar eru "Smack the pony", ástarfleyið var loveboat, Allt í drasli er góð íslensk þýðing á "how clean is your house?" (eruði að djóka í mér? það eina sem er leiðinlegra en að taka til er að horfa á annað fólk taka til), ÍSLENSKI BACHELORINN? (ómæ), "Ertu skarpari en skólakrakki?" er einnig gerður eftir erlendri fyrirmynd, "Það var lagið" á sínum tíma en er það ekki lengur, fimmtudagskvöld með Hemma var reyndar ekki beint stolið en það var svo grátlega leiðinlegt að enginn var að meika það, Kompás er sextíu mínútur, Búbbarnir voru muppets, strákarnir voru með jackass-þema, TEKINN? Ford módel er svona nýmóðins íslensk útgáfa af America's next top model, nema hjá okkur er bara einn þáttur, að ógleymdum þáttunum um næsta bikinímódel íslands sem verður án efa skráð í sögubækurnar sem versta sjónvarpsefni nokkurntíman sýnt í sögu íslands og allra annarra landa ef út í það er farið.... eruð þið að sjá mynstrið?.... blablabla, ég gæti haldið áfram endalaust.

Ellý Ármanns þykist vera Carrie Bradshaw endurfædd í allri sinni dýrð og pósar nakin með fartölvuna á forsíðu mannlífs, stjarnan sjálf á moggablogginu. Núna er hún reyndar búin að læsa síðunni og aðeins þeir sem eru hátt skrifaðir hjá henni fá að lesa. Örvæntið eigi, ég ætla mér að vera arftaki hennar! Arnar Grant er mega Fabio, Geir Ólafs er samansafn af hverjum og einum einasta syngjandi sjarmör sem hefur átt góðu gengi að fagna (áfram, Geir, áfram! Ekki láta Audda Blö draga þig niður í Ashton Kutcher þættinum sínum), Dorrit er sko OKKAR Díana (má hún ekki bara vera Dorrit?), Jón Ásgeir er herra Trump og dóttir hans er Paris Hilton samkvæmt S&H....

Það eina sem við eigum sjálf er Björk, næturvaktin og friðarsúlan! (Þökk sé Yoko og orkuveitunni, takk elskurnar).....

Það er eitthvað bogið við þetta!

Nú mun ég hefjast handa við að myndskreyta þetta blogg. Látið skoðanir ykkar í ljós! Ekki vera feimin.

Í lokin vil ég biðjast afsökunar, skyldi ég hafa móðgað einhvern við þessi skrif.

 US Are You Smarter Than a 5th Grader? logo
elly_storElly


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna alls þessa, ætla ég mér að búa til þátt um hægðir. Hæðgarleikur.is. Engin svoleiðsi verið gerður. Keppt verður um fallegustu og gerðarlegustu hægðirnar. Hverjir vilja vera með? Þátttöku listi liggur niður á móttöku hjá Rúv. Gefið ykkur fram við símadömuna. Veglegt hvítt postulínsklósett í verðlaun.

kv.

M.

kristin R (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 12:52

2 identicon

Íslendingar voru á undan með þetta allt.

Brynjar Birgisson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:45

3 identicon

á svona stundum .. þá ert þú best :D

þrúður (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband