Dauði náungakærleiksins.

Í gær var ég stödd í miðbæ Reykjavíkur og hafði ákveðið að gera mér glaðan dag eins og svo oft áður og fara út á lífið með vinum mínum. Kvöldið byrjaði vel í kokteilboði og seinna um kvöldið færði ég mig yfir á Hressó sem þetta kvöld bar sko aldeilis nafn með rentu og hitti þar fleira fólk. Þar var drukkið og dansað, hlegið og sungið en eftir klukkutíma eða svo fannst okkur kominn tími til að færa okkur um set, svo við héldum upp Laugarveginn í átt að hinum nýja vinsæla skemmtistað 7-9-13.

Þegar leiðin var hálfnuð heyrði ég brothljóð, og fann allt í einu blóð leka niður fótlegginn. Það næsta sem ég sá var að bílstjóri bílsins við hliðina á mér hló dátt með vinum sínum og brunaði í burtu. Það sem gerðist semsagt var það að þessi maður hafði keyrt yfir glerglas við hliðina á mér sem sprakk í tætlur og fór allt í vinstri fótinn á mér.

Ég fór inn á næsta bar til þess að komast í vask svo ég gæti þrifið sárin og plokkað glerbrotin úr. Þegar þangað var komið blasti við mér röð af fólki sem virtist hvergi ætla að enda. Í örvæntingu minni gekk ég upp að stúlkunni sem var fremst í röðinni því hún virtist vingjarnleg og spurði hana kurteisislega hvort ég mætti kannski skreppa inn á undan henni því skórinn minn væri að fyllast af blóði og ég þyrfti að tína glerbrot úr fótleggnum. Hún leit á mig, svo á fótinn, þagði í smá stund og kvaðst svo vera alveg skít drullusama um mig og minn fót því hún væri að míga á sig. Ahh, miskunnsami samherjinn.

Ég komst inn á karlaklósettið og Tómas hinn elskulegi tók nóg af klósettpappír í nesti, svo héldum við út. Þar komum við auga á lögreglubíl. Inni í honum voru þrír lögregluþjónar sem sögðust hafa við mikilvægari mál að fást. Ég spurði hvort það væri forgangur í leigubíl fyrir slasað fólk, en eina svarið sem ég fékk var að ég gæti ekkert gert nema labba niður að leigubílabiðröðinni eða hringja og bíða. Sjúkrabíllinn og sjúkraliðarnir í götunni höfðu einnig öðrum hnöppum að hneppa og höfðu engin ráð fyrir mig nema að hringja bara á leigubíl. Það var löng bið í leigubíl svo ég endaði á því að draga kærasta móður minnar úr rúminu klukkan fjögur um nótt til að skutla mér upp á slysó.

Nú er ég ekki að segja að ég hafi verið stórslösuð og það hefði þurft að bera mig í gullstól upp í Fossvog á fimm mínútum, en ætti þessi gæsluher sem hefur ekkert að gera niðrí í bæ allar helgar að bjóða upp á einhverskonar aðstoð fyrir lítillega slasað fólk? Er þetta sinnuleysi eðlilegt? Og hvað verður svo um fólkið sem á yfir höfuð engan pening fyrir leigubíl eða aðstandendur til að hringja í? Er náungakærleikurinn dauður úr öllum æðum? Á það ekki að heita glæpur að bruna á brott eftir að hafa slasað einhvern?

Ég er ringluð, reið og alsett plástrum. Ég hræki framan í náungann og yfirvöld.

Hrmpff.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hhahahahah

æji greyið dúllan mín.

lögreglan hefur greinilega e-ð mikilvægara við tímann að gera.

eins og að t.d. sekta fólk fyrir að pissa úti :) 

Tóta (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað þetta er ömurlegt að lesa.....sumu fólki er reyndar skítsama um allt nema sjálft sig.því miður. En sem betur fer leynast englar inn á milli..hefði nú haldið að lögreglan væri einmitt þarna til að aðstoða borgarana ef eitthvað kemur uppá..ekki bara til að handtaka pissudúkkur um allan bæ.

Vona að þú lagist fljótt og vel í fætinum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 16:09

3 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Torfi Geir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 00:04

4 identicon

Æjh hvað ég er hjartanlega sammála þér með þetta. Löggurnar eru svo algjörlega clueless þessa dagana. Reyna að leita uppi lögbrotin, en leita á svo gjörsamlega kolvitlausum stöðum. Svo þegar það er komið með eitthvað verk til þeirra neita þeir því, því þeir eru of uppteknir í löggu og bófa leik.

En voðalega er gott að sjá þig skrifandi aftur Hlakka til að lesa meira Láttu þér batna í fætinum!

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband