Færsluflokkur: Bloggar

Plokkfiskur

Hitist í örbylgjuofni í 3-5 mínútur.

3-5 mínútur? 3-5 MÍNÚTUR???? HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM GETUR ÞETTA TALIST VERA FULLNÆGJANDI UPPLÝSINGAR????

Grímur kokkur, farðu til fjandans.

 

P.s. Ég er með 40 stiga hita, hálsbólgu og hor, og ég má bara alveg vera reið út í allt og alla sem verður á vegi mínum.


Helgin mín í myndum

Hippinn, fanginn, kisan, Dita von Tease, sýningarstúlkan, Hugh Hefner og Valli!

Úlfur var Valli

Arnór var Úlfur... hahaha

Vonda drottningin, Úlfur og Valli

Arnór frekar hneykslaður

Heimir og Sandy!

Þessar voru allar teknar á laugardeginum (halloween), en næst eru föstudagsmyndirnar

Hlæ hlæ

Silja og Elna

Hannah og Katrín

 

Oooog allir saman nú! (nema Arna), Elna, Silja, Hannah, Katrín, ég, Arnór og Úlfur


DJ AMMA

Í gær var mikið húllumhæ og skemmti ég mér konunglega. Ég byrjaði kvöldið heima hjá Hönnuh þar sem ég gerði mig til (litaði á mér hárið, blés það, krullaði það og málaði mig) og fór svo með Stefáni í afmæli til Viktors. Þar var ótrúlega mikið af fólki en mér leist eitthvað illa á tónlistina sem spaðarnir þarna voru að spila (Limp Bizkit.....) svo ég gekk upp að tölvunni og þrumaði nokkrum vel völdum "party favorites" á fóninn. Núna geri ég fastlega ráð fyrir því lesendur góðir að þið kunnið ekki að velja partítónlist, en hafið engar áhyggjur, ég er hér til að hjálpa ykkur.

Það margt sem hafa þarf í huga þegar partítónlist er valin. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að tónlistin lyfti upp öndum fólks. Einhvernveginn svona:

önd

Ég er ógeðslega góð í paint. En allavega. Hún þarf að höfða til allra, sama hversu mismunandi partígestirnir eru, í gær stóð partíið t.d. saman af morfísnördum, furðulegum plebbum, skinkum og einum belgískum skiptinema. Því er tilvalið að velja kannski eitthvað gamalt og gott, eitthvað úr bíómynd sem allir hafa séð, eitthvað sem rifjar upp góðar minningar, eða bara eitthvað sem er svo ömurlegt að það verður fyndið, og gaman að dansa við.

Það er gott að byrja á einhverju léttu, eins og t.d. þessu hérna.

The Shins - Australia

Í fyrsta lagi, þá elska allir the shins. Eða, ég hef allavega aldrei hitt manneskju sem þolir ekki the shins. Svo er þetta lag líka bara svo drulluhresst! Það vilja allir dansa á rósum og vera hamingjusamir, dreifa glimmeri og gráta gulli þegar þeir hlusta á þetta lag... allir sem ég veit um allavega. Nema mamma. Þegar þetta lag er búið eru allir í frekar góðu skapi og langar til að dansa meira. Þá kemur næsta lag.

Tevin Campbell - Stand out

Hver man ekki eftir hinni epísku mynd Guffagrín? Besta Disney mynd allra tíma og besta Disney lag allra tíma, það er ekkert flóknara en það. Allir elska Guffagrín og allir elska þetta lag, vilja dansa við það og njóta ásta með því. Núna eru allir í nostalgíukasti og til í eitthvað meira. Ég veit fyrir víst að flestir partígestirnir fóru í útskriftarferð til Tyrklands í sumar og þar var ég einmitt líka. Það var eitt lag sem þar var spilað á öllum skemmtistöðum, veitingahúsum, börum og á götum úti allan sólarhringinn á meðan við vorum þar, en það er einmitt næsta lag. Það fellur rækilega í flokkinn "Svo ömurlegt að það verður fyndið"

Flo-Rida feat. T-Pain - Low

Óaðfinnanlegur texti, lætur mann vilja fara úr fötunum og þrýsta rassinum upp að klofinu á næsta manni. Nei ojj, en það er allavega mjög gettó og kúl og allir sem hafa farið til Tyrklands finna það. Þá er komið að "the real deal", eitthvað lag sem allir kunna utan að og vilja dansa við og syngja þar til þakið rifnar af húsinu.

Pulp - Common people

Þetta lag er tónlistarleg fullkomnun. Það hefur allt. ALLT. Svo er myndbandið líka svakalega töff. Ég segi ekki meira um það. Loks verðum við að koma með eitthvað spes fyrir stelpurnar. Það verður að vera eitís.

Whitney Houston - I wanna dance with somebody

Stelpurnar munu syngja úr sér raddböndin, strákarnir vilja vera þessi "somebody", og Whitney er með magnað hár í þessu myndbandi. Og þá úr Houston yfir í Houston.

Thelma Houston - Don't leave me this way

DISKÓ! ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA DISKÓ!!! Svo er þetta líka ógeðslega skemmtilegt diskó. Eitt í viðbót.

Yelle - Ce Jeu

Franskt, skemmtilegt og litríkt.

Þetta voru bara nokkur dæmi. Ég er líka með fleiri í pokahorninu sem ég skal deila með ykkur.

Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér
Ultra mega technobandið Stefán - Story of a star
Architecture in Helsinki - Heart it races (trizzy can remix)
FM Belfast - Synthia
John Paul Young - Love is in the air
Emilíana Torrini - Jungle Drum
The Knife - Pass this on
The Clash - Rock the Casbah
Peaches - Operate
Madonna - Vogue
Donna Summer - She works hard for the money
Gus Gus - Hold you
Cheryl Lynn - Got to be real
Justice - D.A.N.C.E
Elvis Presley - Rubberneckin' (remix)
Ratatat - Wildcat
Chromeo - Bonafied Lovin'
Hot Chip - Ready for the floor
Van McCoy - The hustle
Spandau Ballet - Gold
Culture Club - Karma Chamelion
Pat Benetar - Love is a battlefield
Human League - Don't you want me?
Deee-lite - Groove is in the heart
MIA - Boyz (eða paper planes)
Estelle - American Boy
Hercules & Love affair - Blind
MGMT - Time to pretend (eða Electric feel eða Kids)
Kleerup - Until we bleed
CSS - Let's make love and listen to death from above
Moby - I love to move in here

Nú kunnið þið að halda partí!


Taskan er fundin!

Hún fannst á Sólon... sem er mjög skrýtið því ég fer aldrei á Sólon, hef allavega ekki gert það síðan árið 2006 og ætla að reyna að halda því þannig. Það var sumsé þannig að kærasti Hönnuh var að reyna að ná í hana í gegn um minn síma en staffið á Sólon svaraði í símann. Ég frétti þó ekki af því hvar taskan væri staðsett fyrr en tveimur dögum seinna og hringdi á Sólon, þar sem ég átti samræður við fluggáfaðan starfsmann.

Ég: "Já góðan dag, Hekla Aðalsteinsdóttir heiti ég, gæti verið að þarna hafi fundist forláta gömul brún taska með öllu dótinu mínu í?"

Starfsmaður: "Já! Ómægad sko ég fór í töskuna þína og fann kortið þitt og fletti þér upp á já.is og ég er búin að hringja í þig oft, alveg þrisvar sinnum í dag en þú svaraðir aldrei símanum!"

Ég: "Jaaaá... síminn minn er náttúrulega í töskunni sko..."

Starfsmaður: "Æji já djók auðvitað"

Þar hafið þið það. Ég á ennþá erfitt með að skilja þetta þó. Einhver tók töskuna mína sumsé úr fatahenginu á q-bar, fór með hana á Sólon, stal úr henni peysu, kortinu hennar Hönnuh en ekki mínum, og ilmvatninu mínu en skildi allt annað eftir. Ef þú ætlar að ræna á annað borð, af hverju ekki bara að taka allt dótið? Það var hellingur af nytsamlegum feng í þessari tösku skal ég ykkur segja, en mikið er ég þó fegin að ég fékk að eiga flest. Annars votta ég Hönnuh samúðarkveðjur vegna kortsins og peysunnar, og græt nýja yndislega Ralph Lauren ilmvatnið mitt sem ég tými engan veginn að kaupa aftur. Það er búið að ræna af mér tveimur glænýjum ilmvatnsflöskum í mánuðinum, ég er að spá í að fara bara í ilmvatnskaupaverkfall á meðan ég jafna mig.

Annars er útborgunardagur á morgun. Þá ætla ég að gleyma allri kreppu og missa mig gjörsamlega þar til ég ligg í froðufellandi í flogakasti á bílastæðinu fyrir utan smáralind og verð búin að byggja mér virki úr innkaupapokum.

Sjáumst þar!

-Hekla Elísabet sem er frekar kát


Setningar sem eru fyndnar þegar þær eru teknar úr samhengi.

"Og hvaða hommafífl er nú þetta?"
- Amma að horfa á How to look good naked

"Hvernig gekk þér samt að sturta niður?"
- Elna við Örnu þegar klósettið heima hjá Hönnuh var bilað

"Taktu buxurnar mínar af höfðinu þínu og lokaðu glugganum!"
- Viktor við mig þegar ég var með læti

"Geturu sett svartan eyeliner á rassinn á mér?"
- Hannah við Örnu þegar hún var með tyggjóklessu á svarta kjólnum sínum

"Hún dansar eins og engispretta á amfetamínsterum!"
- Þegar ég sá vandræðalega lélegan dansara á kaffibarnum

"Þessi er með lauk í eyrunum!"
- Gaur fyrir aftan Laufey á söngkeppni spottaði ansi furðulega eyrnalokka

"Það var líka gaman að dansa við alla þessa krabba sem voru berir að ofan"
- Hannah Hjördís skemmti sér með mér á hommabar í gær

Og talandi um hommabarinn, þar var ég rænd í gær. Töskunni minni var sumsé stolið en í henni voru öll kortin mín, kortið hennar Hönnuh, smápeningar, skartgripir, túrtappar (mjög verðmætir í augnablikinu), síminn minn, og allt snyrtidótið mitt sem er mjög dýrt og persónulegir munir sem ekki með nokkrum fjárupphæðum væri hægt að bæta fyrir. Mér þykir ólíklegt að þjófurinn sé að lesa þetta en ef svo er viltu vinsamlegast bræða íshjartað þitt í eitt augnablik eða nógu lengi til að skila mér töskunni. Ég skal lofa því að það verða engir frekari eftirmálar, ég vil bara fá dótið mitt til baka. Ég skal meira að segja borga einhvern pening fyrir það bara plís, skilaðu henni. Ef það er á dagskránni er hægt að ná í mig í síma 5541890.

Fyrir utan þetta leiðinlega atvik var mjög gaman um helgina!

l_73fbe8d4011047e684f13ef3ab112ff8


Ó, það böl að vera kona.

Splunkunýr túrtappapakki liggur ásamt stútfullum kassa af 400gr. íbúfen töflum á borðinu, á meðan tvær þeirra malla í maga stúlkunnar og reyna af öllu afli að halda sér þar. Stúlkan liggur í fósturstellingunni í rúminu og er sveitt á enninu. Hún er að reyna að átta sig á því hvort hún sé með malaríu, eða bara túrverki. Maginn er talsvert stærri en venjulega og brjóstin virðast hafa stækkað um fjórar stærðir síðan í gær. Blóðið sem er til sýnis í grey's anatomy sem spilast í tölvu stúlkunnar hjálpar lítið, því henni er að blæða út.

"NEI! ÉG MUN EKKI DEYJA Í DAG!" Hrópar stúlkan, sprettur á fætur, lætur renna í bað með freyðibombu og dass af ólívuolíu, fálmar eftir kókópöffsinu og hefur björgunaraðgerðir.

Ég skal láta ykkur vita hvort eitthvað af þessu virkaði seinna í kvöld.


Ég...

Er mjög neikvæð í dag. En lítið á björtu hliðarnar, ég bloggaði þrisvar!

Ég kýs...

Að halda því fram að sjónvarpsdagskráin á rúv sé ein helsta ástæða þess að íslendingar séu drykkfelldir.

.........

Djöfuls frekja og yfirgangur, frusss.

Skoðið þennan lista augnablik.. bara fyrsta nafnið samt.

hlutverkalistinn
 

Á þriðjudaginn fór ég í áheyrnarprufu fyrir söngleikinn Chicago sem settur verður upp í vetur af leikfélagi FG. Svo var ég kölluð inn í prufur nr. 2 í gær sem voru strembnari en en það er allt í lagi því ég fékk nákvæmlega hlutverkið sem mig langaði í! Ég leik fangelsisstýruna "mama", eða "Mamma Morteins", og er alveg í skýjunum, þegar ég fékk sms-ið í vinnunni í morgun leið næstum yfir mig, svo byrjaði ég að skjálfa, svo varð mér óglatt, svo fór ég að hlæja, svo að dansa og svo vissi ég eiginlega ekkert hvað ég átti að gera við sjálfa mig.

Svo erum við að fara að keppa við MR í Morfís í Nóvember sem verður... áhugavert. Og svo koma jólin og svo kemur leikrit og vonandi fleiri ræðukeppnir og gaaaaaah ég er augljóslega að fara að fá feita útrás fyrir athyglisýkina í vetur.

:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

Kv. Hekla Elísabet sem brosir hringinn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband