23.11.2008 | 05:47
Afkvæmi mín og Hollywood leikkvenna
Ef ég myndi eignast barn með Kate Moss, þá myndi það líta einhvernveginn svona út.
Ég og Kristin Kreuk:
Ég og Brooke Shields
Ég og Hannah:
hahahahahaha... og þvínæst, ég og Kate Winslet
Ég og Megan Fox
Ég og Tyra Banks
Ég og Rosario Dawson:
Ég og Monica Bellucci:
Ég og Nicole Kidman:
Ég og Julianne Moore:
Ég og Ayumi Hamasaki:
Ég or Miranda Kerr:
Ég og Julia Roberts:
Ég og Jessica Alba:
Ég og Liv Tyler:
Ég og Gemma Ward:
Ég og Marilyn Monroe:
Ég og Gisele Bundchen:
Ég og Scarlett Johanson
Ég og Keira Knightley:
Ég og Jaime King:
Ok nú er komið nóg. Haha.
www.morphthing.com, mjög skemmtileg afþreying.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 01:24
Sigur! Sigur! Sigur!
Jebb. Sigur. Ég, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir var rétt í þessu ásamt ræðuliði mínu að taka Menntaskólann í Reykjavík, ríkjandi Morfísmeistara úr umferð í 16 liða úrslitum í Morfís.
Fokk já.
Engin orð fá því lýst hverslags samblanda af taugaáfalli, nirvana og alsælu það var að hlusta á oddadómarann greina frá úskurði kvöldsins, en ég er nokkuð viss um að ég hafi verið að upplifa besta augnablik lífs míns akkurat þá. Nú ætla ég að fagna sigri með stæl.
Kv. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir sem er í besta ræðuliði í heimi og þótt víðar væri leitað :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.11.2008 | 04:39
Kæru mótmælendur!
Þetta hefur verið langt og erfitt ferli. Ég hef ekki sofið nema í svona 28. klukkustundir samfleytt undanfarna viku, ég man ekki hvernig matur bragðast sem ekki er pítsa, ég er búin að gleyma því hvernig vinir mínir og fjölskylda líta út og fyrr en núna rétt áðan hafði ég ekki farið í sturtu í þrjá daga. Ég man heldur ekki hvernig ég lít út með farða, mig verkjar í raddböndin og ég hef án alls gríns ekki hitt eina einustu stelpu í heila viku (nema Rósönnu á sunnudaginn í svona tvær mínútur, það var ánægjulegt). Hvernig líta aftur skemmtistaðir út? Er hvítvín gott á bragðið?
Svo segir mitt kvenlega eðli mér að ég muni byrja á túr á morgun, það væri nú ánægjulegt að gera það bara uppi í pontu og þurfa að skreppa á náðhúsið í miðri keppni!
En núna kann ég fullt af nýjum stórum orðum, lærði að meta heilsufæði upp á nýtt og þegar ég losna úr þeirri prísund sem Morfís er ætla ég að faðma alla vini mína í köku og mála bæinn rauðan! Ef ég vinn það er að segja... ef ég tapa ætla ég að gerast dagdrykkjumaður og sprautufíkill, setjast að á hlemmi og lifa óhamingjusöm til æviloka, hlaupa síðan af og til niður að MR og kasta eggjum í hann og bera hrossaskít á túnið. Nú er annars kominn tími á minn reglubundna fjögurra tíma blund. Þeir sem hafa áhuga er frjálst að mæta og berja viðburðinn augum.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2008 | 19:42
Umræðuefni fyrir Morfískeppni komið..
Það er "Lögsækjum mótmælendur", MR með og FG á móti.
MR-ingar stungu upp á því.
Það tók ekki nema þrjá tíma að semja um það, sem var mjög þægilegt.
Núna er sveitt morfísvika í gangi og ég ætla að halda áfram að skrifa ræðu *hóst* (hanga á feisbúkk) *hóst*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 02:52
Kreppuvæl
Ég veit ekki með ykkur, en ég er komin með nóg af kreppuvæli, reyndar er frekar langt síðan.
Hér er hugleiðing handa ykkur sem ég fann uppi á korktöflu í vinnunni í dag.
"Eins og fram hefur komið höfum við verið að styrkja ugandískan námsmann sem óvænt varð á vegi okkar fyrir rúmu ári síðan þar í landi, til vegs og virðingar þ.e. hann er í námi sem við greiðum fyrir. Hann var búinn að lofa að senda mér einkunnirnar sínar sem hann og gerði. Góður árangur er nefnilega lykillinn að því að hann fái áfram styrk. Eins og hann vissi. Nú er frí í skólanum og hann byrjar aftur 10. nóvember.
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að reyna að útskýra fyrir honum hvernig gangur mála væri hér á landi ég stórefa að fréttir berist alla leið til hans þarna í Entebbe. Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég gæti útskýrt þetta fyrir honum. Ef ég stæði augliti til auglitis við hann ímynda ég mér að samtalið færi svona:
- (Ég) Hæ E.
- Heyrðu það er úr vöndu að ráða íslenska þjóðin er orðin gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra systir kær. Eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?
- Jú reyndar eru búðir fullar af mat og kindur og mjólk til í nægu magni.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat, það er gott. En leiðinlegt að heyra að þið eigið ekki skjól eða þak yfir höfuðið!
- Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir, það eru fáir heimilislausir á Íslandi.
En hvað segirðu, eru þá allir veikir (sérstaklega þeir eldri og yngri) og heilbrigðiskerfið lamað?
- Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja systir, gott að heyra en leiðinlegt samt að menntunin muni fara halloka og að ekki muni allir hafi tækifæri til að læra að lesa, sérstaklega ekki konur.
- Jú reyndar er 99% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður jafnt konur sem karlar.
Það er nú gott, þannig að það eina sem þið þurfið að passa er að lenda ekki í stríði við nágranna ykkar.
- Uuuu við erum reyndar ekki með her og erum nú friðsæl þjóð. Leiðinlegt samt að þurfa alltaf að hlusta á helvítis vælið í honum Gordon Brown
Ok en samt verst að þið komist ekki í hreint vatn.
- Jú við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú en vegakerfið er þá eflaust ónýtt og fáir bílar á ferð..í Afríku ganga jú allir eða nota troðna strætóa, asna, reiðhjól o.fl leiðinlegt ef að ekki einu sinni strætóarnir ganga.
- Uuu það er verið að ræða hvort almenningssamgöngur eigi að vera ókeypis og vegir eru malbikaðir og flestir eru á bílum, mótorhjólum og fallegum, skínandi reiðhjólum (gömul reiðhjól eru lúxusvara þarna um slóðir).
En það er verst ef þið eigið enga peninga til að gera ykkur glaðan dag, ef þjóðin er gjaldþrota.
- Flestir eiga reyndar sparnað á bókum þó margir hafi tapað honum síðustu daga, kannski erfitt að kaupa stærri sjónvörp og svoleiðis og utanlandsferðunum verður jafnvel að fækka.
Samt svakalegt ef atvinnuleysi er yfir 50-70% þannig að nánast ómögulegt sé að fá vinnu?
- Reyndar er atvinnuleysið um 2% Íslendingar nenna bara ekki að vinna vinnuna sem útlendingarnir unnu
Hmmm svo þið hafið húsnæði, mat, húsaskjól, heilsu, menntun, frið, hreint vatn, samgöngur (og bíla), peninga hvert var vandamálið aftur?
Eftir að hafa lent í samræðum við ugandíska lærlinginn í huganum þá ákvað ég að vera ekki að íþyngja honum með ræfilslegum áhyggjum mínum af gjaldþrota eyríki. Ég sendi honum fyrir námsgjöldum næstu annar og kannski smá vasapening með. Hann þarf nefnilega að ganga í marga klukkutíma annars til að komast í skólann því hann hefur ekki efni á strætó, húsnæði, mat, bókum, skriffærum né neinu öðru. Systir hans E hefur hótað því að lemja hann ef hann stendur sig ekki vel (sagði hún mér sjálf) og ég vil ómögulega gera honum þetta erfiðara fyrir."
Sjálfsagt þykir einhverjum þessi samanburður barnalegur. Ég geri mér grein fyrir því að það eru slæmir hlutir að gerast hérna heima, fólk er að missa peninga, eignir og fyrirtæki og veit ekki hvað það á að gera. Þetta verður að sjálfsögðu allt erfiðara en það hefur verið áður, en persónulega mun ég ekki leyfa mér að kvarta og kveina yfir kreppunni fyrr en ég missi matinn, vatnið, heilsuna, vinnuna, ferðakostina, rétt minn til náms, öryggi heimalandsins og fólkið mitt. Þó ástandið sé ömurlegt er hvorki heimskulegt né barnalegt að vera ánægður með það sem maður á, vera jákvæður og vona það besta.
- Hekla Elísabet
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 01:58
Gúrkutíð
Ég er bara að koma við hérna til að segja ykkur það að ég hef ekkert að segja, nema það að næstu vikurnar á ég mér ekkert líf utan nördismans, Morfísvika gengur í garð á föstudaginn og frá og með þeim degi má enginn tala við mig nema liðsfélagar og þjálfari, nema einhver hafi dáið eða einhver sem ég þekki náið hafi sofið hjá einhverjum með kynsjúkdóm. Á fimmtudaginn er líka fyrsti samlestur á handriti Chicago, en á morgun held ég að verði myndataka fyrir auglýsinguna fyrir keppnina sem verður á föstudaginn í næstu viku, við Menntaskólann í Reykjavík. Keppnin verður haldin í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ og vonast ég eftir stuðningi ykkar lesenda. Hún verður þau auglýst betur síðar.
Svo kemur desember, jólapróf og bull. En svo koma jól! Þá skal ég sko gefa ykkur almennilegt blogg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 17:19
Óóójá.
ÉG ER EKKI MEÐ EINKIRNINGSSÓTT! *dansar á borðum* ÉG GET KYNGT, ÉG GET ANDAÐ, ÉG GET BORÐAÐ, TALAÐ OG LIFAÐ!" *borð brotnar* ÞETTA BORÐ VAR AÐ BROTNA, EN MÉR ER ALVEG SAMA, ÞVÍ AÐ ÉG ER EKKI MEÐ EINKIRNINGSSÓTT!!!
VÚÚÚÚÚÚÚÚHÚÚÚÚÚÚÚ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 19:25
Vinir mínir í Fjölbraut í garðabæ eru sætir og fyndnir, ég hlakka til að koma aftur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2008 | 16:03
Mononucleosis
Ég get ekki gert eftirfarandi hluti:
Kyngt, borðað, labbað, velt mér, andað venjulega, farið út úr rúminu, tannburstað mig, baðað mig, greitt mér, þvegið mér í framan, skipt um föt, lokað glugganum, staðið fyrir framan ísskáp, lært, hugsað, talað, einbeitt mér, haldið mér vakandi, farið á klósettið, eða neitt af öðrum hlutum sem teljast auðveldir og jafnvel nauðsynlegir í nútíma samfélagi.
Það er ekki skrýtið að enginn vilji heimsækja mig.
Kv. Hekla Elísabet aaaalveg á botninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)