segjum tvær.

tal_23_timbrud

Gullmolar úr daglegu lífi

Ég var á msn að tala við útlensku vinkonu mína, mig langaði að horfa á einhvern þátt á netinu fyrir svefninn og við ræddum sjónvarpsþætti, en ég var að flýta mér að finna einhvern svo mér datt í hug að spyrja hana hvaða þátt ég gæti horft á sem væri stuttur og fyndinn.

Ég: "What's short and funny?"
Hún: "Now you have me all thinking about midgets"

Þetta fannst mér sniðugt.
Svo um daginn var ég á leiklistaræfingu með nokkrum krökkum. Einn þeirra fann hækju á víðavangi og spurði viðstadda hvaða hækja þetta væri eiginlega. Þá svaraði ein:

"æji, þetta er bara hommahækjan hans Tómasar"

Þetta fannst mér líka sniðugt.
Ekki?
Ojæja. Svona brandarar virka svosem bara fyrir þá sem voru á staðnum.


leiðó.

Hjálp. Ég er illa haldin af skrópveiki. Frekar langar mig í bingó í vinabæ heldur en að drattast á lappir eldsnemma í fyrramálið og fara í skólann. Ég held að þetta hljóti að vera löngu tímabært skammdegisþunglyndi að kikka inn.

Buuuuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuu mig langar ekki að gera neitt. Má ég leggjast í dvala?


Ó vei, ó svei.

Þegar æfingaferli er lokið í leikriti og við taka sýningar er ekki nema eðlilegt að maður fái smá sjokk þegar maður áttar sig á því hversu mikinn frítíma maður hefur.

Á morgun er fyrsti dagurinn minn frá því í jólafríinu sem er ekki skipulagður í þaula frá morgni til kvölds. Ég ætla mér hinsvegar ekki að sitja eirðarlaus á rassgatinu og bora í nefið, ég er neflinlega með lista yfir fullt af hlutum sem ég gæti gert, ég á bara gífurlega erfitt með að ákveða mig. Hér eru hugmyndir.

1. Horfa á Vörutorg

2. Spila popppunkt við köttinn (pant vera Herbert Guðmunds!)

3. Skella Þursaflokknum á fóninn og syngja hástöfum með laginu "Sigtryggur vann" á meðan gólfið hristist sem aldrei fyrr

4. Fá mér milky way

5. Njósna um fólk á myspace

6. Klippa táneglurnar

7. Liggja á bakinu og bora í nefið

8. Fara... í... ræktina?

Hjálp. Ég er með valkvíða.


Stans, í nafni ástarinnar.

Mikið ofboðslega er leiðinlegt að blogga þegar maður fær engin komment.

Ég veit fyrir víst að það eru 27 manns búnir að líta við hérna á þessum sólarhring og ekki einn einasti gert athugasemd við neitt sem ég hef skrifað.

Kannski væri ég búin að skrifa eitthvað af viti ef ég fengi einhver viðbrögð, hvatningu eða spark í rassinn. Annars líður mér bara eins og ég sé að skrifa veggnum eða eitthvað.

Sjálf er ég mjög dugleg að kommenta á blogg.

Skammist ykkar. Hnuss.

- Hekla Elísabet, í sárum.


stundum bregst manni nú bogalistin...

snú-snú.Þar sem aðeins TVEIR DAGAR eru í frumsýningu hins stórkostlega söngleiks BIRDCAGE (sem ég á heilar tvær línur í) ákvað ég að taka massíva upphitun á þetta í dag og tók upp gamalt reipi, og efndi til endurfunda við hinn forna frímínútnaleik, snú-snú. Ég fékk nokkrar dömur í leikinn með mér og við byrjuðum á rykk-einum, sumsé leik þar sem farið er í röð og hoppað einu sinni, í næstu röð tvisvar, og svo framvegis.

Ég var agndofa yfir eigin frammistöðu þar til kom að tíunda, og jafnframt síðasta hoppinu mínu. Ég réði mér vart fyrir kæti, leikurinn á enda og ég hafði hvorki flækt mig í reipinu né valdið stórslysum. Ég hoppaði, og tók svo á rás til að verða ekki undir, en það hefði ég betur látið ógert. Sjáið til, nælonsokkabuxur eru neflinlega ekki svo sniðugur klæðnaður í snú-snú, því ég þeyttist svoleiðist yfir ganginn, þveran og endilangan, og hafnaði ofan á ruslatunnu, með hausinn í gólfinu. Gróflega áætlaður áhorfendafjöldi var eitthvað í kring um þrjátíu manns, sem gerði þetta að einni vandræðalegustu stund lífs míns. Ég meiddi mig ekki einu sinni, ég skammaðist mín svo mikið.

- Hekla Elísabet, þekkt á fjöllunum undir nafninu Klaufa-Bárður.


tannburstaklípa.

Þannig er nú mál með vexti að ég og pabbi búum tvö saman hérna í Kópavoginum, ef kettir eru ekki taldir með, sem þýðir sumsé að á heimilinu ættu bara að vera tveir tannburstar, en sú er ekki raunin. Í tannburstakrúsinni eru hátt upp í sex tannburstar, og stundum man ég bara alls ekki hver er minn. Þar sem ég er laus við alla óskynsamlega sýklahræðslu hef ég stundum brugðið á það ráð að grípa bara í þann tannbursta sem hendi er næst þegar ég er nýskriðin upp úr baðinu á kvöldin, með rúsínukennda húð og hár sem er eins og þang viðkomu.

Í gær varð ég hinsvegar fyrir því óhappi að nota tannburstann hans pabba, og hann var ekki par hrifinn af því uppátæki. Því datt honum í hug að kaupa handa mér nýjan tannbursta, og ég bað sérstaklega um að fá þennan með tunguburstanum eins og ég hafði stolið af pabba sjálf, fannst hann neflinlega svo rosalega næs. Ég fékk það sem ég bað um, en vandamálið er sko að nú eru þessir tveir tannburstar alveg eins og ég veit ekkert hvernig ég á að þekkja þá í sundur, samt verða þeir báðir að vera í tannburstakrúsinni. Mér datt helst í hug að kannski skella límbandi utan um einn þeirra, en það væri ljótt og ég er viss um að pabbi myndi aldrei samþykkja það, og ef út í það er farið þá myndi ég ekki vilja hafa límband utan um tannburstann minn heldur...

ohh, það er svo erfitt að vera ég.


!"#$%&/(@

Ég er búin að fá mig fullsadda af þessu fjandans rugli.

Ég læt mig hafa það að landinu sé spillt með virkjunum og að hverskonar sjónmengunum sem græða má á sé stillt upp víða um landið.

Ég þegi þegar einum af mínum uppáhalds skemmtistöðum er lokað og rifinn niður.

Ég sit heima á meðan stjórnmálaflokkarnir svívirða lýðræðið á hundrað daga fresti.

En á nú að rífa NASA til að geta byggt glæsihótel fyrir túrista? Vegna þess að "Ingólfstorg er bara ekki að virka"? Þetta finnst mér nú bara vera fyrir neðan allar hellur.

Hvað í andskotanum er að verða um þessa djöflaeyju?


Blogg tileinkað Betu, og engum öðrum.

Buhuhuhu, nú er ég ógeðslega "emó" því ég var að horfa á vídjóbloggið hennar Betu núna í þrjiðja sinn á þessum sólarhring, og ég sakna hennar ógeðslega mikið. Það er enginn eins og Betan mín. Komdu heim elskan.

kv. Hekla

p.s. Beta! veistu hvað ég var að finna? haha. Ég var að taka til í herberginu mínu þegar ég fann miðann sem við vorum að skrifast á á milli með í söstrene grene í denn.

"Beta & Hekla 4ever!"

"Tíh! omg beta, þú ert svo mikill flippari!"

"omg!"

"lol!"

"rolf!" (sem átti að vera rofl)

"loving the world with our humble minds saying: the fish is crazy men!"

"what do you mean? Boom boom?"

hahahahahahaha.


sumir karlmenn, úff....

Ég elska þegar það er klipið í rassinn á mér á skemmtistöðum.

Ég bráðna niður í jörð þegar ég geng eftir gangstéttinni og einhver hönk á póstbíl flautar á mig.

Ég þrái ekkert heitar en að fá að heyra einhverja virkilega æðislega og ofnotaða pikköpplínu.

Mér finnst æðislegt þegar fertugir karlmenn bjóða mér í glas.

Ég kikna í hnjánum þegar ég er spurð að því hvort ég komi oft hingað.

Ég verð andstutt þegar frasinn "aldur er afstæður" er notaður í kring um mig.

Ég vil endilega heyra hversu stóran göndul þú ert með, jafnvel sjá hann.

Ekkert kemur mér í betra skap en þegar einhver ókunnugur sest hjá mér við borðið mitt og byrjar að tala um hnetur eða tattúið sitt.

Hvað ætli sé betra en þegar einhver óhræddur pervert nuddar sér upp við mig í röð?

Úffffffff... ég bara held ekki vatni yfir ykkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband